HÆGIR Á RÍKJANDI MENNINGU Í SAMFÉLAGINU

0

 

Tónlistarmaðurinn einarIndra var að senda frá sér myndverk/tónlistarmyndband en verkið er í ætt við svokallaða hæga menningu eða slow culture þar sem er leitast við að hægja á ríkjandi menningu í samfélaginu. Þetta á sérstaklega við í dag þar sem allir eru stöðugt að keppast við að fá mestu efnislegu gæðin og flestu lækin á samfélagsmiðlum.

Fyrir þá sem fara á Airwaves 1- 5 Nóvember þá verður einarIndra á fimmtudagskvöldinu á Húrra kl 22:30 og laugardagskvöldinu í Iðnó kl. 20:00 ásamt nokkrum off venue.

Myndbandið var tekið upp í Eyðifirði við sólarlag fyrir norðan.

Skrifaðu ummæli