Hæggeng, naumhyggjuleg og innhverf en á sama tíma lífræn, blæbrigðarík og ágeng

0

Jónatan Grétarsson

Þann 4. júní næstkomandi kemur út hljómplatan The Lover – Music for Dance eftir tónlistarmanninn Borko. Platan hefur að geyma tónlist sem samin var fyrir dansverkið „The Lover“ eftir Báru Sigfúsdóttur sem var frumsýnt í Beursschouwburg í Brussel í mars 2015 og sýnt verður á Listahátíð í Reykjavík dagana 7. og 8. júní.

The Lover fjallar um samband mannsins og náttúrunnar og samspil hins manngerða og hins lífræna og ber tónlistin sterkan keim af þessum þemur andstæðum. Hún er hæggeng, naumhyggjuleg og innhverf en á sama tíma lífræn, blæbrigðarík og ágeng. Tónlist Borkos gerir kröfu um athygli og þolinmæði hlustandans um leið og hún býður honum að halla sér aftur, láta hugann reika og leyfa tónlistinni að afhjúpast fyrir sér.

Á útgáfudaginn verður haldið hlustunarpartý í Klúbbi Listahátíðar í Hafnarhúsinu kl.21:00 þar sem hljómplatan verður leikin í heild sinni. Platan kemur út á stafrænum tónlistarveitum auk þess sem myndverk með niðurhalskóða verður fáanlegt hljómplötuverslunum.

Skrifaðu ummæli