HÆFILEIKABÚNT SEM ER MARGT TIL LISTA LAGT

0

tss-2

Tónlistarmaðurinn TSS eða Jón Gabríel Lorange eins og hann heitir réttu nafni var að senda frá sér glænýja þröngskífu sem hefur fengið nafnið Self Portrait. Fyrir skömmu sendi tónlistarmaðurinn knái frá sér plötuna Glimpse Of Everything og hefur hún fengið glymrandi góðar viðtökur.

tss

Nýja platan inniheldur fjögur ný lög og renna þau afar ljúft niður og minnir mann á köflum á tónlistarmanninn Arthur Russel, alls ekki slæmt það! Jón Gabríel er hæfileikabúnt en hann er einnig meðlimur í hljómsveitinni Nolo svo fátt sé nefnt.

Skellið þessu í eyrun og siglið inn í helgina!

Comments are closed.