HACKER FARM Á ÍSLANDI 4 – 6 DESEMBER

0

Hacker Farm DEN HAAG (2)

Þann 4. og 6. Des. hefur FALK boðið hinni hæstvirtu tilraunadanstónlistarhljómsveit HACKER FARM til fyrstu tónleika sinna á Íslenskri grundu. Þeim til halds og trausts verða tónlistarmenn úr FALK samsteypuni, ásamt fylgisveinum.


HACKER FARM er dularfullt föruneyti listamanna frá suðvestur Englandi sem að tímaritið FACT lýsir sem draugkenndum , sjálfskapandi raftónlistarflokki. Sveitin samanstendur af Farmer Glitch, Bren og Kek-W halda þeir upp á hið heimagerða, endurnýtta og sjálfsamansoðna. Sjálfgerð raftónlist flutt á úrelt tæki og sólundaðan síðneysluhyggjuúrgang. Sætast og endurbæta. Brotin tónlist fyrir brotið Bretland.

Eftir röð útgáfna árið 2011, sem að m.a innihélt plöturnar “Poundland” og “Slash and Burn”, gáfu þeir einnig út tónlist í furðulegri röð útgáfuforma, þar meðtalið box set af floppydiskum og handgerðan Rúbikskubb með QR-kóðum til að hala niður plötuni. Plata þeirra “UHF”, sem að kom út 2012 hlaut lof miðla eins og FACT Magazine, The Quietus, Wire Magazine og The Guardian– sem að sagði að: “Mann setur hljóðan af sannfæringarkrafti hennar.”

Við hverju má búast: offorskenndri hljóðrásarbeygingu, kassettuhakki og umbreyttum dótalátum. Svolítið eins og pönk, nema án þriggja gripa The Kinks-riffa. Betri lífsstíll í betaútgáfu.

Flokkist undir: Utangarðstónlist, bílskottsraftónlist, hljóð úr opini rás.

FALK listamennirnir AMFJ og KRAKKBOT sjá um upphitun ásamt eftirfarandi listamönnum:

Mengi: AKA Trouble

 

Paloma: HARRY KNUCKLES

 

ULTRAORTHODOX

 

4th Des

HACKER FARM + KRAKKKBOT + TROUBLE @Mengi

9pm – 2000kr

6th Des

HACKER FARM + AMFJ +ULTRAORTHODOX + HARRY KNUCKLES @Paloma

9pm – 1000kr

 

Comments are closed.