HA WHY? SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „KÚLURNAR“

0

HA WHY

Hljómsveitin Ha Why?  er skipuð þeim Elvari Gunnarssyni (Seppi) Bjarna Rafn Ragnarssyni (BRR) og Páli Þorsteinssyni (Guli Drekinn) en allir hafa þeir komið við sögu í Íslensku tónlistarlífi áður svo um munar.

Elvar var meðlimur í 110 Rotweiler og Afkvæmi Guðanna. Bjarni hefur unnið tónlist fyrir aðila eins og Emmsjé Gauta, Mc Bjór og Didda Fel. Páll var meðlimur í Afkvæmi Guðanna, ATH og NBC en einnig hefur hann unnið tónlist fyrir Gísla Pálma, Blazroca og Rúnar Júlíusson.

Sveitin sendi nýverið frá sér lagið „Kúlurnar“ sem er fyrsta lagið af væntanlegri plötu.

Comments are closed.