H. MAR SENDIR FRÁ SÉR PLÖTUNA „DEBUT-EP“

0

hmar 2

H. Mar var að senda frá sér Plötuna „Debut-EP,“ en platan inniheldur fimm frumsamin lög. Hannes Már Hávarðarson eins og hann heitir réttu nafni er einnig bassaleikarinn í hljómsveitinni Greyhound en þar áður var hann lagasmiður og gítarleikari hljómsveitarinnar Blind Bargain.
Debut-EP er nokkuð popp skotinn en H. Mar sækir innblástur í Britpop og Indie tónlist.

hmar 3

H. Mar fékk vini sína til að spila með sér á plötunni en þeir eru Kristberg Gunnarsson (Greyhound): Trommur – Million Ways To Lie, Arnar Sigurðsson (Súr): Píanó – Logical Way,Gunnar Geir Waage (Hoffman/Greyhound): Gítar – Canopy, Andri Fannar Valgeirsson: Bakraddir – Million Ways To Lie.
Mjög skemmtileg plata hér á ferð og ætti enginn tónlistarunnandi að láta þennan grip framhjá sér fara!

Comments are closed.