H.DÓR SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „SOUND ASLEEP“

0

hdór 2

Tónlistarmaðurinn Halldór Eldjárn eða H.dór eins og hann kallar sig er fjölhæfur listamaður sem hefur komið víða við á viðburðarríkum ferli. Halldór stofnaði hljómsveitina Sykur en sveitin hefur staðið  í ströngu síðustu ár og gefið út plöturnar „Frábært“ árið 2009, „Mesópótamíu“ árið  2011 og smáskífunni „Strange Loop“ árið 2014, ásamt því að hafa spilað á mörghundruð tónleikum hérlendis sem og erlendis.

hdór

„Ég hef alla tíð verið á fullu að semja tónlist, þá aðallega fyrir SYKUR, en ákvað fyrir tveimur árum síðan að byrja að safna í sarpinn fyrir sólóverkefnið mitt, sem ég kýs að kalla H.dór.“ – Halldór Eldjárn.

Árið 2015 sendi kappinn frá sér lagið „Desert“ og fékk það glimrandi góðar viðtökur og í kjölfarið kom hann fram á Iceland Airwaves hátíðinni og ætlaði allt um koll að keyra!

Nú sendir H.dór frá sér nýtt lag sem nefnist „Sound Asleep“ og er það kröftugt sumarlag og er jafnframt fyrsta lagið sem hann þenur eigin raddbönd í.

Skellið á ykkur sólgleraugu, splæsið á ykkur ís og hækkið í græjunum gott fólk!

Fylgist nánar með H.dór hér:

https://twitter.com/halldorel

http://hdor.is/

Comments are closed.