GUS GUS SPILA Í STAÐ ST. GERMAIN Á SECRET SOLSTICE

0

gusgus

Hljómsveitin St. Germain mun ekki koma fram á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni í ár. Aðspurður segir Thorsteinn Stephensen, einn skipuleggenda tónlistarhátíðarinnar ástæðuna vera einfaldlega sú að hljómsveitin mætti ekki á svæðið.

„Þeir áttu að vera mættir hingað klukkan tíu í morgun með öll tæki og tól en við höfum ekkert heyrt frá þeim,’’ – Thorsteinn

skipuleggendur tónlistarhátíðarinnar voru fljótir að bregðast við og hafa nú þegar bókað rafsveitina Gus Gus í þeirra stað.

„Við erum náttúrulega frábærlega ánægðir með það, fáum algjört topp act í staðinn. Gus Gus eru að sýna mjög góðan félagsanda að hoppa um borð með svona litlum fyrirvara og ætla að gera flott show.’’ – Thortseinn

Comments are closed.