GUNNAR TYNES OG ÖRVAR SMÁRASON ÚR MÚM FLYTJA TÓNLIST VIÐ ÞÖGULT MEISTARAVERK

0

mum-3

Þeir Gunnar Tynes og Örvar Smárason úr hljómsveitinni múm flytja tónlist við þöglu kvikmyndina Menschen am Sonntag á off venue dagskrá Bryggjunnar á tónlistarhátíðinni Airwaves. Viðburðurinn hefst klukkan 15.00 á morgun sunnudag.

mum

Menschen am Sonntag var fyrsta myndin sem bræðurnir Curt og Robert Siodmak leikstýrðu og handritið skrifaði Billy Wilder. Kvikmyndin, sem álitin er meistaraverk, er ein síðasta mynd þögla tímabilsins en hún kom út árið 1930. Í myndinni er hóp ungra Berlínarbúa fylgt eftir á björtum sumardegi og gefur hún sjaldgæfa innsýn inn í líf áhyggjulausra ungmenna í borg sem stuttu seinna varð hryllingi einræðis að bráð.

Um einstaka upplifun er að ræða sem enginn tónlistar- og kvikmyndaunnandi ætti að láta framhjá sér fara.

mum-2

Eldhús Bryggjunnar verður opið líkt og venjulega á meðan á Airwaves stendur og hægt að panta borð á bistro hluta staðarins. Við minnum einnig á brunch-seðilinn sem er í gildi á laugar- og sunnudögum frá klukkan 11.30 til 15.00 og hentar einkar vel fyrir þá sem hafa tekið vel á því kvöldið áður og þurfa að koma sér í gírinn. Einnig er sérbruggaður Session IPAirwaves bjór á dælu og barseðillinn hentar einkar vel til þess að snæða standandi.

Frítt er inn á alla off-venue viðburði Bryggjunna.

Comments are closed.