GUNNAR JÓNSSON COLLIDER GEFUR ÚT PLÖTUNA AEONS

0

Í dag kemur út á vegum Möller Records breiðskífan Aeons  með raftónlistarmanninum Gunnari Jónssyni Collider. Gunnar Jónsson hefur verið virkur í íslensku tónlistarsenunni í mörg ár, og hefur starfað með ýmsum sveitum – t.a.m. DMG, 1860 og Coral.

Þetta er fyrsta breiðskífa Gunnars en áður hefur hann gefið út smáskífurna Apesheeder hjá  Möller Records og stuttskífurnar Binary Babies og Disillusion Demos árið 2013. Plötuna er hægt að nálgast á stafrænu formi á vef Möller Records, www.mollerrecords.is

Soundcloud

Skrifaðu ummæli