GUNNAR JÓNSSON COLLIDER GEFUR ÚT KARMABOMB

0
11745848_878354158907977_8654529376180289266_n

Gunnar Jónsson Collider Ljósmynd: Hörður Ásbjörnsson (Höddi Photography)

Tónlistarmaðurinn Gunnar Jónsson Collider hefur verið iðinn við kolann árið 2015, en fyrr á árinu gaf hann út stuttskífuna Apeshedder hjá útgáfufyrirtækinu Möller Records við góðar undirtektir. Apeshedder lenti sem dæmi nýlega á Kraumlistanum yfir bestu plötur ársins 2015 og fékk platan og tónleikar Gunnars, meðal annars á Iceland Airwaves hátíðinni, jákvæðar umfjallanir í fjölmiðlum.

KARMABOMB cover by Bjadddni

Umslagið er hannað af Bjadddna (nothing.is)

Í desember býður Gunnar Jónsson Collider hlustendum að hlaða ókeypis niður nýrri stuttskífu á Soundcloud síðu sinni. Platan heitir KARMABOMB og er einskonar þakklætisvottur og jólagjöf til þeirra sem hafa lagt við hlustir. Platan verður síðan sett í almenna sölu á tónlistarveitum á nýja árinu.

KARMABOMB er fjögur lög en platan er tileinkuð minningu bandaríska listamannsins Jim Harter.

KARMABOMB er fjögur lög en platan er tileinkuð minningu bandaríska listamannsins Jim Harter.

KARMABOMB er fjögur lög og var umslagið hannað af Bjadddna. Platan er tileinkuð minningu bandaríska listamannsins Jim Harter, en listaverk hans „The Witness“ prýddi umslag Apeshedder. Jim Harter lést af völdum heilablóðfalls í október á þessu ári.

Apeshedder EP cover

Apeshedder var gefin út í mars 2015 og listaverkið „The Witness“ eftir Jim Harter prýddi umslagið.

„[Apeshedder] is five tracks of gorgeous thick synth timbres and playful drum programming, and the sound is generally warm and organic despite some harder elements scattered throughout the painfully short 18-minute running time. The whole album is laced with vibes of golden era Warp records and frequently lands somewhere smack in the middle between the more dark and aggressive half of Boards of Canada, and the smoother side of Aphex Twin.“ – Straumur

„Happier and hipper than the likes of Squarepusher, but too demented to sit quietly at the table of ambient without pushing everyone else’s faces into their mashed potato.“ – Joe Shooman fyrir The Reykjavík Grapevine

„Sometimes abstract, but never devoid of melody and a little Icelandic poetry…I am impressed by his momentum and a desire to explore new sounds.“ – Marcin Kozicki fyrir Iceland News Polska

„Rolling banks of bass dotted with jagged peaks of electricity, washed over with a mist of golden sparks, occasional flashes of light shooting across the sky…Gunnar just continued delivering as if our presence was incidental…I highly recommend checking him out.“ –  Dómur um tónleika á Iceland Airwaves 2015 eftir Paul Fontaine fyrir The Reykjavík Grapevine

Comments are closed.