GUNMAN AND THE HOLY GHOST SENDA FRÁ SÉR LAGIÐ „BROKEN MIRRORS“

0

GUNMAN

Önnur breiðskífa hljómsveitarinnar Gunman & The Holy Ghost kom út 9. Október síðastliðinn og ber hún nafnið „The Story Of Radiate And Novocaine.“ Hljómsveitin starfar í Berlín og er platan tekin upp þar, en það er BJ Nilsen sem sér um upptökustjórn. Það er 8mm Musik sem gefur plötuna út en Cargo sér um dreifingu. Fyrsta plata sveitarinnar kom út árið 2011 og heitir „Things To Regret Or Forget“ og var gefin út af ‘a’ Recordings ltd en sú plata fékk gríðarlega góðar viðtökur og var lofuð bæði af íslenskum og erlendum gagnrýnendum.

GUNMAN 2

Hljómsveitin var að senda frá sér nýtt myndband við lagið Broken Mirrors en lagið er tekið af ofannefndri plötu.

Nálgast má plötuna bæði á Vínyl og Cd í plötubúðinni 12 Tónum á Skólavörðustíg 15.

Comments are closed.