Gulllitaður víkingur í Reykjavík – Nýtt myndband frá Indriða

0

Útgáfufyrirtækið Figureight tilkynnti nýverið um fyrstu útgáfu ársins; ding ding með Indriða sem kemur út 18. maí næstkomandi. Fyrsta lag plötunnar, “Amma”, hefur gert það gott síðan það kom út á dögunum, og nú er hægt að hlusta á annað lag af plötunni, “December” auk þess sem myndband við lagið er komið út. Hægt er að streyma laginu á helstu veitum og forpanta plötuna ding ding, en þá fylgja lögin með sem niðurhal.

Indriði (Ingólfsson) hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi, hefur meðal annars gert garðinn frægann með hávaðarokksveitinni Muck auk þess sem hann er menntaður myndlistamaður frá LHÍ og hefur tekið þátt í hinum ýmsu gjörningum, til að mynda Feneyjartvíæringnum og í uppsetningu Ragnars Kjartanssonar í Hafnarhúsinu á síðasta ári. figureight gaf út fyrstu sólóplötu Indriða, Makríl, árið 2016 sem meðal annars hlaut lof í miðlum á borð við Clash og The Line Of Best Fit.

Myndbandið var unnið í samstarfi við Kristínu Helgu Ríkharðsdóttur og Blair Alexander.

Bandcamp

Spotify

Skrifaðu ummæli