GUÐMUNDUR PÉTURSSON SENDIR FRÁ SÉR PLÖTUNA „SENSUS“

0

guðmundur

Guðmundur Pétursson gítarleikari og tónskáld hefur nú sent frá sér nýja plötu sem ber heitið „Sensus.“ Guðmundur hefur áður gefið út plötuna „Ologies“ (2008) og „Elabórat“ (2011) Sensus er eins konar lokaþáttur í þessarri þrennu en tekur um leið alveg nýja stefnu tónlistarlega.
Áhrifin eru margslungin eins og í fyrri verkum Guðmundar, þótt meiri áhersla sé á stílhreinni hljóðmynd. Tónlistin ferðast úr fönkrokki yfir í elektrónískar stemningar ásamt óskilgreindri nýbreytni.

guðmundur 2
Ásamt Guðmundi sem leikur á gítara og synthesizera leikur Kristinn Agnarsson á trommur, Samúel J. Samúelsson á básúnu og Haukur Gröndal á saxófóna, flautur og klarínett. Platan er nú aðgengileg á ýmsum stöðum eins og tónlist.is, itunes og Spotify en er einnig gefin út á geisladiski.

Comments are closed.