GRÚSKA BABÚSKA ER Á BLÚSSANDI SIGLINGU OG HEFUR NÝLEGA SENT FRÁ SÉR FIMM MYNDBÖND

0

Grúska Babúska verður með tónleika á Bar 11 þann 10. júní n.k, og svo aftur á Dillon 30. júní, og á Gauknum 9. júlí.

Grúska Babúska er íslensk hljómsveit stofnuð 2012 og er skipuð sex konum, sem eru: Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, Dísa Hreiðarsdóttir, Arndís Anna Gunnarsdóttir, Björk Viggósdóttir, Guðrún Birna le Sage de Fontanay og Íris Hrund Þórarinsdóttir.

Hljóðfæri Grúsku Búbúsku samanstanda af röddum, syntha, gítar, bassa, píanó, melodicu, fiðlu, flautu, spiladós, trommu, töktum, slagverkum auk annara takta og hljóðtækja. Tónlistin færir áhorfandann og hlustandann inn í draumheim, oft gáskafullan og barnslegan, en á sama tíma dimman og þrunginn alvarleika. Í apríl 2013 gaf Grúska Babúska út sitt fyrsta hljóðverk með breska útgáfufyrirtækinu Static Caravan á babúskulöguðum minnislykli. Platan var tekin upp af Mike Lindsay og hljóðblönduð í Greenhouse studios. Þann 1. nóvember 2013 gaf hljómsveitin út stuttskífu eða B-sides á niðurhalskóða inni í handmálaðri trébabúsku, með aðstoð útgefandans og dreifingaraðilans Synthadelia Records. Öll eintök af bæði minnislyklinum og trébabúskunum eru uppseld.

Lagið „Daradada,“ hefur fengið góð viðbrögð erlendis og hefur verið spilað nokkrum sinnum á BBC6, bæði í þætti Marc Rileys, Freakzone og öðrum og er auk þess númer 23 á The Indie Rock playlist.

Nú nýverið (eða í fyrra) kláraði sveitin myndtónaröð, sem samanstóð af fimm lögum. Daði Birgisson aðstoðaði við pródúseringu og hljóðblöndum, en hverju lagi fylgdi myndband, öllum leikstýrt af konum. Verkin má finna á Youtube.

Öll hljóðritin hafa hlotið afar góðar viðtökur erlendis og afbragðsdóma og einnig viðurkenningu fyrir frumleika pakninga og hugmyndar. Tvenn myndbönd hljómsveitarinnar hafa fengið tilnefningu sem bestu tónlistarmyndbönd ársins á Íslandi og lag af eldri plötu sveitarinnar, „Daradada,“ hefur fengið góð viðbrögð erlendis og hefur verið spilað nokkrum sinnum á BBC6, bæði í þætti Marc Rileys, Freakzone og öðrum og er auk þess númer 23 á The Indie Rock playlist. Þó nokkrir dómar hafa einnig verið birtir um lagasmíðar og upptökur hljómsveitarinnar, sem eiga það sameiginlegt að lýsa tónlistinni sem „unique“, „powerful arrangements“ „catchy and twisted melodies“ og „fairytail like.“

GRÚSKA JE 3

Grúska Babúska hefur spilað á fjölmörgum tónleikum hérna heima, til dæmis tvisvar á Iceland Airwaves ásamt helstu stöðum bæjarins – KEX, Húrra, Gauknum, Dillon, Boston, Bar 11, Faktorý, Hemma og Valda, o.s.frv. og hefur spilað með mörgum íslenskum tónlistarmönnum, þar á meðal nokkrum sinnum með dj. flugvél og geimskip, Catepillarmen, Milkhouse, Just Another Snake Cult, KiraKira, Kría Brekkan, Katrín Helgu (Kriki), Sóley, Samaris, Mr. Silla, svo eitthvað sé nefnt. Grúska Babúska er með öll sín hljóðrit á spotify, itunes store, bandcamp, soundcloud og öðrum helstu tónlistarveitum.

GRÚSKA JE 2

Grúska Babúska var að koma úr heljarinnar tónleikaferð sem var dagana 16. – 22. mars 2016, er sveitin túraði um vestur sveit UK, eða í kringum Bristol, Cardiff og Glastonbury, við góðar undirtektir. Í kjölfarið var sveitinni boðin residensía í Glastonbury sem er boð sem ekki er hægt að neita! Á resídensíunni í Glastonbury mun sveitin vinna með pródúser og tónlistarmanni frá Glastonbury, og leggja hugmyndir og grunna að nýju efni.

„Við erum alveg ótrúlega spenntar fyrir því að vera í þessum magnþrungna smábæ og fá að semja tónlistina okkar og það verður án efa eitthvað krípí og skrítið sem kemur út úr því – vonandi a.m.k! Svo í kjölfarið af vinnustofunni í glastonbury ætlum við að fara aftur á tónleikaferðalag, og bæta einnig við Brighton og Birmingham, og auðvitað Lundúnum líka.“ – Harpa Fönn Sigurjónsdóttir.

Næst á dagskrá hjá Grúsku Babúsku eru tónleikar á Bar 11 þann 10. júní n.k, og svo aftur á Dillon 30. júní, og á Gauknum 9. júlí.

Hér fyrir neðan má sjá öll myndböndin fimm:

Fylgist nánar með Grúsku Babúsku hér:

http://www.gruskababuska.com/

https://www.instagram.com/gruskababuska/

http://gruskababuska.bandcamp.com/

Comments are closed.