GRÓFU UPP 30 ÁRA GAMALT JÓLALAG SEM VARÐ AÐ KLASSÍSKRI BIGBAND ÚTGÁFU

0

Una Stef

Tónlistarkonan Una Stef og Stórsveit Reykjavíkur voru að senda frá sér jólalagið „Hey þú, gleðileg jól.” Faðir Unu, Stefán S. Stefánsson samdi lagið en bróðir hennar Arnar Steinn og Úlfur Chaka Karlsson (Stjörnukisi) sömdu textann. Lagið var samið árið 1986 þegar Arnar og Úlli voru ca. 8 ára gamlir en þeir gerðu textann með Stefáni og er útkoman virkilega skemmtileg!

Una Stef og Stórsveit Reykjavíkur

Nú þrjátíu árum síðar var ákveðið að taka lagið upp með Stórsveit Reykjavíkur og útkoman varð einhvers konar klassísk bigband jólalag.

„Lagið lætur mér líða alveg ótrúlega vel enda er Stórsveitin alveg mögnuð og erfitt að klikka með svona kanónur á blastinu.“ – Una Stefánsdóttir

Stórsveit Reykjavíkur og Gói blása til heljarinnar tónleika þann 4. desember en hægt er að lesa sér nánar til um það hér.

Skrifaðu ummæli