GRIZZLY MAN, ATLANTIS ÍSLAND OG DOCTOR FABER WILL CURE YOU

0

Grizzly Man.

Reykjavík International Film Festival (RIFF) er á blússandi siglingu um þessar mundir en þétt og góð dagskrá var um helgina sem leið. Mikil tilhlökkun var í Háskólabíó á laugardaginn en Q&A fór fram í stóra salnum að lokinni sýningu á heimildarmyndinni „Grizzly Man“ með leikstjóra myndarinnar og heiðursgesti hátíðarinnar, sjálfum Werner Herzog. Bergur Ebbi stýrði umræðunum.

Hér fyrir neðan má sjá Spurt og svarað frá sýningu á Grizzly Man.

Atlantis, Ísland.

Heimsfrumsýning á heimildarmyndinni Atlantis, Ísland og Q&A á RIFF að lokinni sýningu fór fram í Haskólabíó á laugardaginn. Myndin fjallar um ástralska mann sem leggur leið sína til Íslands í leit að uppruna tiltekinnar senu í gamalli kvikmynd. Pönktónlist, pólítík og álfar eru í bakgrunni leitarinnar.

Hér fyrir neðan má sjá Spurt og svarað á frumsýningu heimildarmyndarinnar Atlantis, Ísland.

Doctor Fabre Will Cure You.

Myndlistar- og frammúrstefnu kvikmyndagerðamaðurinn Pierre Coulibeuf opnaði sýningu á verkum sínum, Tvöföldun (e. Doubling) í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, fimmtudaginn 28. september. Í tilefni af sýningunni var á dagskrá RIFF sérsýning á föstudag á myndinni Doctor Fabre Will Cure You eftir Pierre Coulibeuf.

Hér fyrir neðan má sjá Innlit á sýninguna Doctor Faber will Cure You í Hafnarhúsinu.

Riff.is

Skrifaðu ummæli