GRÍSALAPPALÍSA GEFUR ÞJÓÐINNI NÝTT LAG

0

grísalappalísa 3

Hljómsveitin Grísalappalísa er í stuði um þessar mundir og ætlar sveitin því að gefa þjóðinni nýtt lagLagið er gamalt og gott og heitir „Bimbó,“ en það er kannski frægast í flutningi Öskubuska við undirleik K.K. Sextettsins á 6. áratug síðustu aldar! Lagið er erlent, stílað á Rodney Morris, en íslenskan texta gerði Guðmundur Sigurðsson.

Útgáfa Grísalappalísu var kunngjörð í kjölfar söfnunar sem sveitin fór í fyrra vegna útgáfu bakkkatalógs þeirra á vínyl með aðstoð Karolina Fund. Þá gafst fólki tækifæri á að styrkja sveitina um ákveðna upphæð og í staðin fékk viðkomandi að velja lag sem sveitin mundi breiða yfir og taka upp. Nokkrir nýttu sér þetta og er „Bimbó“ fyrsta lagið sem keyrt var í!

grísalappalísa 2

Annars er það á döfinni hjá Grísalappalísu að hún situr sveitt við lagasmíðar en þriðja hljóðversplata sveitarinnar verður hljóðrituð í sumar. Allt stefnir í að plata sú verði tvöföld, langdregin, stórhættuleg (flestir hljómsveitameðlima að komast á 27unda rokk-aldursárið…) en jafnframt stórskemmtileg! Ætti hún því að komast í góðan félagsskap annarra langdreginna platna eins og The Wall, Hvíta Albúmið, Mellon Collie and the Infinite Sadness og Sandinista!

Sveitin hefur látið lítið fyrir sér fara undanfarið, en orsakast það vegna námsanna tveggja hljómsveitarmeðlima í Sarajevó og Den Haag.

Örvæntið þó ekki því að hægt verður að upplifa tónleika með sveitinni í sumar.

https://grisalappalisa.com/

http://grisalappalisa.bandcamp.com/

Comments are closed.