Grípandi, fallegt og einlægt en á sama tíma alvarlegt og dimmt

0

Hljómsveitin Above The Lights var að senda frá sér nýtt lag sem ber heitið „Safe Inside.” Hljómsveitin var stofnuð árið 2017 og hafa þau unnið hörðum höndum að upptökum á sinni fyrstu plötu í samstarfi við Stefán Örn Gunnlaugsson í stúdíó Bambus.

Sveitin segist vera mjög ánægð með lagið enda er það afar grípandi, fallegt og einlægt en hefur á sama tíma alvarlegan og dimman undirtón.

Öll lögin á plötunni eru okkar persónulegu uppgjör við fortíðina og við vonum að fólk nái að tengja við þau. – Eyþór Bjarni Sigurðsson.

Tónlist Above The Lights mætti flokka sem draumkennt popp/triphop í anda Massive Attack, Portishead, London Grammar, James Blake o.s.fr. 

Hljómsveitina skipa þrjá einstaklinga: Eyþór Bjarna Sigurðsson, Kolbrúnu Þorsteinsdóttir, Kristófer Nökkva Sigurðsson.

Skrifaðu ummæli