GRÝLA KOMIN TIL BYGGÐA Á MOLD BRETTI

0
mold marino kristjánsson

Marino á íslenska hjólabrettinu Mold Skateboards og Grýla í aðalhlutverki. Ljósmynd: Haraldur Jónasson

Íslenska hjólabrettafyrirtækið Mold Skateboards hefur verið ansi áberandi að undanförnu en fyrstu brettin frá Mold ollu talsverðum ursla! Grafíkin undir brettinu þótti ekki vera við hæfi, en þar mátti sjá landsþekktar fígúrur í ögn öðruvísi útfærslu en fólk er vant. Í dag (föstudag) koma ný bretti frá fyrirtækinu, en um ræðir tvær mismunandi stærðir á brettunum og þrjár mismunandi myndir. Tvær myndirnar hafa sést áður en það er svokallaða skrímsla brettið og hið klassíska mold bretti. Ný grafík bættist í hópinn en það er sérstakt jólabretti fyrir árið 2015 og prýðir sjálf Grýla brettið ásamt þremur jólasveinum, Jólabrettið kemur aðeins í tíu eintökum!

jóla moooold

Grýla og Jólasveinarnir á Mold plötu. Ljósmynd: Haraldur Jónasson

Mold Skateboards eru hágæða hjólabretti en þau eru öll handgerð á Íslandi úr sér innpöntuðum Kanadískum Sugar Maple og nostrað er við hvert smáatriði. Brettin hafa verið prófuð af nokkrum af bestu hjólabrettagörpum landsins og eru allir einróma um það að Mold brettin er toppvara!

Marino Kristjánsson 3

Marino Kristjánsson. Ljósmynd: Haraldur Jónasson

Arnar Steinn

Arnar Steinn. Ljósmynd: Haraldur Jónasson

„Við erum búnir að vinna hörðum höndum að þessu í nokkuð langan tíma þannig það er virkilega gaman að sjá þetta gerast. Við erum með lítið teimi, þeir Arnar Steinn og Marino Kristjánsson eru á samningi hjá Mold en við erum alltaf með augun opin og munum örugglega bæta í hópinn með vorinu.“ – Steinar Fjeldsted

Haukur Már Einarsson, Steinar Fjeldsted og Ómar Örn Hauksson standa að Mold Skateboards en allt þetta væri ekki hægt án fjölskyldu og góðra vina segir Steinar jafnframt.

Mold brettin fást í Mohawks í Kringlunni og koma þau í takmörkuðu upplagi eða aðeins í  alls tuttugu eintökum, fyrstur kemur fyrstur fær.

Comments are closed.