GREYHOUND ER NÝ HLJÓMSVEIT SEM ÆTTUÐ ER ÚR EYJUM

0

10991354_1030499073644812_553310814818094244_n

Greyhound er Indie/blues/stoner/rock hljómsveit sem ættuð er úr eyjum.
Hljómsveitin var stofnuð af Kristbergi Gunnarssyni gítarleikara og söngvara hljómsveitarinnar síðari part 2014. Kristberg var lengi og vel trommarinn í hljómsveitunum Blind Bargain og The Crystalline Enigma, en eftir að hann tók upp gítarinn fyrir rúmum þremur árum hófust draumórar um það að stofna sína eigin hljómsveit, en til þess þurfti hann réttu meðlimina.

10991386_1031245233570196_575258578600707059_n

Urðu því fyrir valinu færustu tónlistarmenn sem val var á og fékk hann til liðs við sig Víðir Heiðdal, Trommara Foreign Monkeys sigurvegara músíktilrauna 2006. Gunnar Geir Waage, fyrrum gítarleikar HoffmanEl Camino á bassa og Ásmund Ívar Óskarsson á gítar.

Nú nýlega gáfu þeir út efni sem þeir tóku upp live í æfingarhúsnæðinu sínu.

 

 

Comments are closed.