GREY MIST OF WUHAN ER KOMIN Á VÍNYL

0

wuhan 2

Tónlistarmaðurinn Arnar Guðjónsson er margt til lista lagt en hann er forsprakki hljómsveitarinnar Leaves, rekur hljóðverið Aeronaut Studios og gerir tónlist undir nafninu Arnar svo sumt sé nefnt.

wuhan

Fyrir skömmu sendi Arnar frá sér plötuna Grey Mist Of Wuhan en platan er einskonar „soundtrack“ fyrir borgina Wuhan í kína. Tónlistin minnir mann svolítið á tónslistina úr kvikmyndinni Blade Runner en það er talið eitt flottasta og áhrifamesta Soundtrack allra tíma.

Grey Mist Of Wuhan er nú fáanleg á vínyl plötu en um ræðir aðeins tíu númeruð eintök! Allir sannir vínyl safnarar ættu að hafa hraðar hendur og næla sér í eintak en best er að hafa samband við Arnar á Facebook síðu hanns.

http://aeronautstudios.com/

Comments are closed.