GRETA SALÓME SÝNIR FJALLINU ENGA MISKUNN Í RÆKTINNI

0

Tónlistarkonan Greta Salóme var rétt í þessu að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „My Blues.” Lagið er einkar skemmtilegt og er hljóðheimurinn framúrskarandi en hún frumflutti lagið á úrslitakvöldi Eurovision í Laugardalshöll nú fyrir skömmu.

Myndbandið er sko alls ekkert slor en þar má sjá Gretu þjálfa fjallið (Hafþór Júlíus Björnsson) í ræktinni! Hér er á ferðinni frábært lag og skemmtilegt myndband sem vert er að hlýða og horfa á!

Skrifaðu ummæli