GRETA SALOME FÉKK ÁSKORUN FRÁ AÐDÁENDUM SÍNUM

0

greta-1

Greta Salóme fékk áskorun frá aðdáendum sínum á samfélagsmiðlum í síðasta mánuði um að gera eitthvað öðruvísi.  Skilyrðin voru að aðeins rödd og fiðla væri leyfileg. Áskorunin var að gera hennar útgáfu af laginu Seven Nation Army eftir hljómsveitina The White Stripes.

greta-2

Greta tók heldur betur áskoruninni og fór óhefðbundna leið í sinni útsetningu á laginu þar sem hún notaði fiðluna í stað tromma, strengja og annars undirspils. Hún fór meira að segja það langt út fyrir sinn þægindaramma að hún rappar hluta lagsins, eitthvað sem hún hefur aldrei gert áður.

Comments are closed.