GREIP Í MÆKINN OG ÚTKOMAN ER SVONA HELVÍTI GÓÐ

0

Tónlistarmaðurinn Andri Freyr var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Hver sem þú ert.” Kappinn er ekki einsamall í laginu en söngkonan Eva Lind ljáir einnig la,ginu rödd sína og gerir hún það listarlega vel! Andri Freyr er 28 ára gamall en hann var ansi virkur í íslensku rappsenunni á árunum 2006 – 2010 en flutti svo til Noregs og tók sér nokkurra ára pásu frá rappinu.

Þetta lag og myndband kom bara til mín þegar ég heyrði taktinn! Ég var að redda takti fyrir vin minn og hjálpa honum í stúdíóinu þegar ég ákvað að prófa aðeins að grípa í mækinn og það kom bara svona helvíti vel út!  

Lagið er tekið upp í Stúdíó Hljóm en Nazar gerði myndbandið en að sögn Andra hefði hann ekki getað fengið betra fólk með sér í lið!

Skrifaðu ummæli