Grave Superior negla í gang – Nýtt lag og plata á leiðinni

0

Hljómsveitin Grave Superior var að senda frá sér sitt fyrsta lag en það ber heitið „Open Casket, Open Mouth.” Sveitin vinnur nú hörðum höndum að sinni fyrstu plötu en hún mun innihalda níu lög og er væntanleg með sumrinu! Meðlimir sveitarinnar eru: Kristján Jóhann Júlíusson – gítar, Chris van der Valk – söngur/gítar, Marcin Zięba – trommur og Davíð Már Antonsson – Bassi.

Trommurnar eru teknar upp hjá Stephen Lockhart í Studio Emissary, Gítar, bassa og söngur er tekinn upp hjá Chris van der Valk í Dutch Ice Productions og Dan Swanö í Unisound AB sá um mix og masterinmgu.

Dan Swanö er m.a. þekktur fyrir að mixa Dissection, Bloodbath og Asphyx en kappinn mixar  plötuna í heild sinni.

Skrifaðu ummæli