GRAFFITI HANGOUT MEÐ CEY ADAMS Í LUCKY RECORDS Í DAG KL 17:00

0

cey 3

Plötubúðina Lucky Records þarf ekki að kynna fyrir tónlistaráhugamönnum en þar verður heljarinnar stuð í dag! Svokallað Graffiti Hangout verður frá kl 17:00 en það er enginn annar en Cey Adams sem mætir á svæðið. Cey mun gera lítið verk í versluninni og gestir og gangandi geta spurt kappann spurninga og fengið góð ráð.

cey 2

Slippbarinn í samstarfi við Bulleit Bourbon verður með pop-up barinn á staðnum og verða fríir klikkaðir kokkteilar í boði og hinn eini sanni Charlie D mun þeyta hip-hop skífum.
Cey Adams er graffiti listamaður, grafískur hönnuður og einn stofnanda hljómplötufyrirtækisins Def Jam Recordings.

cey

Cey hefur unnið með listamönnum eins og Beastie Boys, Public Enemy, LL cool J, Jay-Z og Mary J Blige svo fátt sé nefnt.
Einstakt tækifæri til að hitta goðsögn í lifandi lífi, ekki láta þetta framhjá þér fara!

Comments are closed.