GÖTUDAGSKRÁ OG UPPISTANDARAR BÆTAST VIÐ INNIPÚKANN

0

INNIP

Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í höfuðborginni um verslunarmannahelgina í ár, eins og hefð er fyrir. Aðal tónleikadagskráin fer að sjálfsögðu fram innandyra, að þessu sinni í Kvosinni á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum. Þar verður boðið verður upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Meðal istamanna og hljómsveita sem þar koma fram eru; Retro Stefson, Mammút, Maus, Sóley, Gísli Pálmi, Dikta, Ylja og Amabadama & Jakob Frímann Magnússon sem stíga saman á stokk á opnunarkvöldi hátíðarinnar.

Auk þess verður boðið verður upp á gríðarskemmtilega götuhátíðarstemmningu yfir daginn í Naustinni, götunni fyrir framan staðina sem liggur á milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu. Naustin verður tyrft og lokuð fyrir bílaumferð á meðan á hátíðinni stendur og þar verður boðið upp á plötusnúða, ljóðalestur, pub quiz, bingóleik, matarbása og fjölmargt fleira! Allir eru velkomnir á þennan hlut hátíðarinnar.

Það er óhætt að segja að dagskrá Innipúkans hefur sjaldan eða aldrei verið jafn glæsileg og fjölbreytt.

INNIP2

SAGA INNIPÚKANS. Innipúkinn hefur farið fram árlega frá árinu 2002 á hinum ýmsu stöðum í höfuðborginni. Margir fræknustu listamenn íslensku þjóðarinnar hafa komið fram á Innipúkanum gegnum árin. Má þar nefna Of Monsters and Men, Hjálmar, Mugison, Lay Low, Hjaltalín, FM Belfast, Valdimar, Ólafur Arnalds, Ólöf Arnalds, Botnleðja, Mínus, Trabant, Megas, Raggi Bjarna, Ómar Ragnarsson, Eyfi, Magga Stína og Þú og ég.

MIÐASALA & MIÐAR Á STÖK TÓNLEIKAKVÖLD. Miðasla á hátíðina fer fram á Midi.is og líkt og síðustu ár eru miðaverði á púkann stillt í hóf. Miðaverð á alla hátíðina er aðeins 6.990 krónur.  Einnig er hægt að kaupa miða á stök tónleikakvöld hátíðarinnar á midi.is, auk þess sem slíkir miðar verða seldir á tónleikastöðunum sjálfum um helgina ef og á meðan húsrúm leyfir. Miðaverð á stakt tónleikakvöld er 3.900 krónur og gildir slíkur miði á alla tónleika það kvöldið á Innipúkanum.

AFHENDING ARMBANDA. Afhending armbanda hefst í kvöld, fimmtudagskvöldið 30. júlí, í upphitunarhóf Innipúkans á Hlemmi Square sem hefst klukkan 21:00. Allir þeir sem keypt hafa miða á hátíðina geta þar skipt miðanum út fyrir armband – og það er líka hægt á tónleikastöðunum sjálfum yfir alla hátíðina, frá kl 17:00 á föstudag og frá kl 16:00 laugardags og sunnudag.

UPPISTANDARAR BÆTAST VIÐ DAGSKRÁNA. NÝTT. Hvert kvöld á Innipúkanum verður opnað á léttum nótunum þar sem uppistandararnir Snjólaug LúðvíksdóttirAndri Ívars og Bylgja Babýlóns munu sjá um að koma innipúkum í rétta stuðið.

DAGSKRÁIN Í HEILD SINN KYNNT. NÝTT. Nú hefur dagskrá Innipúkans 2015 eins hún leggur sig, með tímum fyrir hvern listamenn og hvert kvöld, verið kynnt. Dagskrána má sjá á vefsíðu hátíðarinnar (innipukinn.is) og Facebook síðu hennar.

UPPHITUNARHÓF INNIPÚKANS. Innipúkinn heldur upphitunarhóf fyrir hátíðina í kvöld á Hlemmi Square, beint á móti Hlemm. Sturla Atlaskemur fram. Gamanið hefst klukkan 21:00. Aðgangur ókeypis og öllum opinn.

Götudagskrá Innipúkans 2015 – Fjölbreytt, skemmtileg og öllum opin

GÖTUDAGSKRÁ INNIPÚKANS 2015. NÝTT. Naustin (gatan milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu, fyrir fram Húrra og Gaukinn) verður tyrft og lokuð fyrir bílaumferð á meðan á Innipúkanum stendur. Þar verður komið fyrir smáhýsum með bekkjum svo hátíðargestir geti notið sín sem best og þeirrar dagskrár sem þar verður boðið upp á. Má þar nefna plötusnúða, bingóleik, pub quiz og ljóðlist. Matarsölubásar verða þar opnir fram eftir nóttu ef fólk svengir. Dagskráin þar er ókeypis og opin öllum.

11794608_10153483035839872_5695050450416780615_o

Götudagskrá – föstudagur:

– Torgið opnar með Dj-setti kl 17:00
– Bingóleikur undir handleiðslu Jóhanns Alfreðs hefst svo kl 18:00

– Dj settinu líkur kl 20:00 og við tekur Uppistand inni á Húrra.
– Ljúfir tónar og matarsala halda áfram fram á nótt.

Götudagskrá – Laugardagur

– Torgið opnar kl 14:00 með Fatamarkaði og tónlist.

– Snillingarnir hjá Meðgönguljóðum lesa ljóð fyrir gesti og gangandi kl 14:30

– Rokk í Reykjavík sýnd á stórum skjá kl 15:30
– Sindri SinFang Dj sett 17:00-20:00 Uppistand hefst á Húrra í kjölfarið.

Götudagskrá – Sunnudagur

– Torgið opnar kl 14:00 með Fatamarkaði og tónlist

– 17:00-20:00 It´s Magic Dj sett

– 18:00 Pub Quiz með Jóhanni Alfreð og Stíg Helgasyni þar sem þemað verður meðal annars verslunarmannahelgin, íslensk tónlist og púkar.

INNIPÚKINN 2015 – LISTAMENN SEM KOMA FRAM Á HÁTÍÐINNI ERU:

– Retro Stefson 
– Mammút
– Abamadama & Jakob Frímann Magnússon 
– Gísli Pálmi
– Maus
– Sóley
– Sin Fang
– Dikta
– Úlfur Úlfur
– Ylja
– Steed Lord
– Samúel Jón Samúelsson Big Band
– Sudden Weather Change
– Tilbury
– Sturla Atlas
– Muck
– Vök
– Teitur Magnússon
– Benny Crespo’s Gang
– Babies
– Introbeats
– M-Band
– Vaginaboys

– Milkywhale
– FM Belfast (dj set)

 

Comments are closed.