Gott að fá smá reggae inn í lífið: Dágóða Stund

0

Fyrir skömmu sendi hljómsveitin Amabadama frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem ber heitið „Dágóða Stund.” Lagið er virkilega ljúft og ekki er verra að fá smá reggae inn í lífið í komandi skammdegi.

Myndbandið er tær snilld og er allt útlit til fyrirmyndar. Katrín Helga Andrésdóttir einnig þekkt sem Special-K á heiðurinn af myndbandinu en Rannveig Rögn og Páll Einarsson fara með aðalhlutverkið og gera þau það afar vel.

Hleyptu smá vellíðan inn í líf þitt og skelltu á play, þú sérð sko ekki eftir því.

Skrifaðu ummæli