GÖLDRÓTTAR ÁLFADÍSIR Í ÍSLENSKRI NÁTTÚRU

0

Tónlistarmaðurinn Sigurður Finnbogason eða Siggy Banzela var að senda frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið „Ljúfa Ást“ kappinn er á blússandi siglingu um þessar mundir en hann var einnig að gefa frá sér lagið „Myrkrahöfðinginn (fram til orustu)“ og myndband við fyrir um viku síðan.

Siggy Banzela stofnaði sólóverkefnið sitt í janúar árið 2017 og leggur áherslu á deep house og house tónlist almennt en hann fær einnig til sín gestasöngvara af og til í lögin sín en syngur almennt sjálfur.

„Ég vil þakka öllum sem komu að gerð myndbandsins og foreldrum og vinum mínum fyrir stuðninginn. Tökur heppnuðust afar vel en við vorum heppin með að snjórinn skyldi haldast alla vikuna sem við tókum upp myndbandið.“ – Siggy Banzela

Myndbandið sjálft fjallar um undarlegan draum sem ungur maður lendir í. Hann upplifir sig í harkalegum aðstæðum að vetri til, hálfgerðri martröð. Í huga hans flakkar hann á milli staða en heyrir stelpur tala til sín og reyna að lokka hann inn í kletta hulduheima. Hann reynir að finna álfadísina með von um að komast inn í klettana, heimkynna huldufólksins, en þær eru rammgöldróttar og eru bara að leika sér að honum.

Sigurður segir að í viðlaginu þá er hann að kalla til álfadísanna og segir að hann vill leyndarmál ástarinnar „því þá væri ljúft að vaka og dreyma“ en dísirnar halda áfram að kyrja söngva í hann og segja honum leyndarmálið sem er að „nema auga við auga.“

„Auga er eins og kristalkúla og hvað nema við séum öll inn í sömu kúlu leitandi að hvort öðru en að horfa auglitis við manneskju er það sem við gerum síst þegar við tölum við manneskju en þeir sem tala beint í auga manneskju ná betur til sálar hennar og er þar með lykil að hjarta og tilfinningum hennar.“ – Siggy Banzela

Myndbandið er tekið að mestu í bakgarðinum heima hjá foreldrum hans Sigurðar í sveitinni. Felix Jakel og Hendrick Kinstcher tóku upp og klipptu myndbandið en þeir eru frá Berlín og má svo sannarlega segja að myndatakan sjálf er fagmannlega unnin.

Skrifaðu ummæli