GOÐSAGNAKENNDA PÖNKSVEITIN SHAM 69 KEMUR TIL LANDSINS

0

Hin goðsagnakennda pönksveit Sham 69 frá Bretlandi kemur til landsins þann 17. Nóvember og ætlar að halda heljarinnar svokallaða “comeback” eða endurkomu tónleika á Gauknum! Þeim til halds og traust eru auðvitað íslenska pönk og rokk sveitin Fræbbblarnir, Leiksvið Fáránleikans og ROÐ.

Aðgangseyrir er aðeins 2.500 kr og er aðeins selt inn við hurð.

Miðasala opnar kl.21:00 samdægurs og hefjast tónleikarnir stundvíslega kl.22:00.

Officialsham69.com

Skrifaðu ummæli