Goðsagnakennda hljómsveitin SLAYER kemur fram á SECRET SOLSTICE

0

Tveimur vikum eftir að Secret Solstice kom með fyrstu af þremur kynningum á þeim listamönnum sem koma fram í sumar er komið að því að segja frá þremur af aðalnúmerum hátíðarinnar í sumar. Þar ber fyrst að nefna guðfeður thrash metalsins, hljómsveitina Slayer. Þessi goðsagnakennda hljómsveit tilkynnti nýverið að þeir væru að halda í sína síðustu tónleikaferð og mun Secret Solstice vera fyrsti viðkomustaður þeirra í Evrópu, uppselt er á nánast alla tónleika þeirra í Bandaríkjunum og óvíst hversu mikið þeir munu spila í Evrópu.

Rapparinn Gucci Mane

Næst ber að nefna gangsta rapparann Gucci Mane en í bígerð er bíómynd um ævi hans sem er stórmerkileg. Hann er gríðarlega afkastamikill tónlistarmaður og eftir hann liggja vel á þriðja tug platna. Hann gaf út nýja plötu árið 2017, Mr. Davis en lagið Get the Bag sem hann tekur með Migos er að finna á henni.

Clean Bandit

Pop-elektró grúbban Clean Bandit mun einnig heiðra Solstice hátíðina með nærveru sinni, hljómsveitin hefur átt mikilli velgengni að fagna síðustu ár og eru þeir ofarlega á lista yfir þá sem mest er hlustað á á streymisveitunni Spotify. Þá hefur lag þeirra „Rockabye“ fengið um 1.7 milljarða áhorfa á youtube. Þeir eru þekktir fyrir að setja á svið frábær “show” þegar þeir koma fram og á því verður engin breyting á Secret Solstice í sumar.

Bonnie Tyler

Þessir listamenn bætast í nú þegar frábæran hóp hljómsveita og listamanna sem þegar er búið að kynna, þar á meðal eru: Stormzy, Bonnie Tyler, Death From Above, Steve Aoki, Jet Black Joe, 6lack, Goldlink, J Hus, Charlotte de Witte, Skream, A-Trak, Masego, IAMDBB og Högna

Goldlink, 6slack og J Hus

Á það má svo benda að bæði Goldlink og 6slack voru tilnefndir til Grammy verðlauna í ár ásamt því sem J Hus var að fá tilnefningu sem besti nýi listamaðurinn á Brit Awards ásamt því að nýjasta plata hans var valin plata ársins hjá NME

Þá eru einnig að bætast við góður hópur af íslenskum listamönnum, þau eru: Alvia, Cell7, Elli Grill, Geisha Cartel, Landaboi$, Ragga Hólm, Sprite Zero Klan, Vala CruNk og Yung Nigo Drippin.

Síðast en alls alls ekki síst er það svo hljómsveitin HAM sem bætist í þennan glæsilega hóp.

Skrifaðu ummæli