GÓÐ LEIÐ TIL AÐ LÆRA DÖNSKU

0

vil-3

Þýska hljómsveitin Vil var að senda frá sér brakandi ferskt myndband við lagið „Violet.“ Sveitin er skipuð þeim Julius og Mariu, en Julius er um þessar mundir búsettur á Íslandi. Sveitin sendir frá sér sína fyrstu plötu Mens vi falder stille þann 24. Mars næstkomandi. Myndbandið er tekið upp í Mosfellsbæ og að sögn Julius er myndbandið góð leið til að læra dönsku!

Maria og Julius / Vil.

Óðinn Dagur Bjarnason, Sigurlaug Thorarensen, Therese Precht Vadum, Ægir Sindri Bjarnason og Julius Rothlaender eiga heiðurinn af myndbandinu en Sigurlaug Thorarensen leikur einnig í myndbandinu.

Hægt er að forpanta plötuna hér.

Skrifaðu ummæli