GLOWRVK MEÐ VATNSBYSSUR, BOGA OG FRISBÍDISKA Í NÝJU MYNDBANDI

0

GLOWRVK 2 (1)

Hljómsveitin Glowrvk var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem ber heitið „Gold.“ lagið fjallar um að líða eins og allt sem maður gerir sé gull og að hafa sjálfstraust og vera stoltur af því sem maður gerir. Reyna að finna línuna á milli þess og fara ekki yfir í að vera eitt stórt Egó en einnig að finnast allir í kringum mann vera að notfæra sér velgengni manns. Það vilja allir borða brauðið en einginn nennir að baka það.

GLOWRVK (1)

Myndbandið er einkar glæsilegt en það er framleiðslufyrirtækið Motive sem á heiðurinn af því og tekst þeim afar vel til!

„Tökur tókust vel en við fengum nokkra góða vini með okkur. Tókum saman vatnsbyssur ,frisbídiska ,boga og fleira dót. Rukum af stað og fundum auða götu og rúlluðum bara myndavélinni í gang og þetta er útkoman.“

Comments are closed.