GLOWIE OG LILY THE KID BLÁSA TIL HELJARINNAR TÓNLEIKA Á KEX Í KVÖLD

0

gloww

Kítón og Kex Hostel í samstarfi við Arion banka blása til heljarinnar tónleika í kvöld en þar koma fram Glowie og Lily The Kid.

glowie

Glowie

Glowie hefur fangað eyru og hjörtu landsmanna með hverjum smellinum á fætur öðrum. Fyrsta lag hennar „No More“ fór á toppinn á íslenskum listum og hlaut tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna. Að auki var Glowie tilnefnd sem söngkona ársins og bjartasta vonin.

lily the kid

Lily The Kid

Lily the Kid skipa systkinin Lilja K. Jónsdóttir og Snjókaldur K. Svarfdal áður þekkt fyrir söng og hljóðgervlaleik í hljómsveitinni Bloodgroup. Fyrsta lag hljómsveitarinnar „Pedro“ árið 2014 vakti stormandi lukku bæði hér heima og erlendis. Mainland EP kom síðan út í kjölfarið og finna má í heild sinni inni á Soundcloud.

KEX Hostel hefur frá opnun 2011 lagt mikla áherslu á lifandi tónlist og hefur fjöldi íslenskra og erlendra tónlistamanna komið fram á KEX. Samstarfið með KÍTÓN undirstrikar og styrkir enn frekar tengsl KEX Hostel við fjölda listamanna og það er svo sannarlega mikið gleðiefni að tengjast KÍTÓN og munu KEX og KÍTÓN bjóða uppá mánaðarlega tónleika undir yfirskriftinni KEX+KÍTÓN.

KÍTÓN stendur fyrir konur í tónlist og tilgangur félagsins er að skapa jákvæða umræðu, samstöðu og samstarfsvettvang meðal kvenna í tónlist. Þeim tilgangi er náð með auknum sýnileika, viðburðum og stöðugu samtali við tónlistarkonur á Íslandi. Samstarf KÍTÓN við KEX Hostel og Arion Banka rennur enn fremur stoðum undir það góða starf sem KÍTÓN er að vinna. Með tilstuðlan KÍTÓN er umræðan um stöðu kvenkyns laga- og textahöfunda jafnt sem flytjenda orðin fyrirferðameiri en hún hefur verið undanfarna áratugi. Félagið fer þvert á allar tónlistarstefnur, strauma, bakgrunn, menntun og jafnvel má sjá konur í félaginu sem starfa við tónlist sem umboðsmenn eða hafa atbeini eða starfa af tónlistargeiranum. Félagið fer ört stækkandi og eru nú um 246 félagskonur skráðar.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl 20:30 og er aðgangseyrir aðeins 1500 kr / Selt er við innganginn.

Comments are closed.