GLOWIE MEÐ PLÖTUSAMNING VIÐ COLUMBIA RECORDS

0

Tónlistarkonan Glowie hefur heldur betur slegið í gegn að undanförnu en ekkert lát virðist vera á vinsældum hennar því hún var að skrifa undir plötusamning við breska útgáfurisann Columbia Records. Um ræðir einn stærsta plötusamning sem íslenskur listamaður hefur gert á erlendri grundu. Fyrsta platan hennar undir merkjum Columbia mun lýta dagsins ljós fljótlega!

Mikið púður verður lagt í tónlistarkonuna og óhætt er að segja að Glowie sé að leggja af stað í heljarinnar ævintýri. Til gamans má nefna nokkur þekkt nöfn sem eru hjá Columbia Records: Beyoncé, AC/DC, Calvin Harris, Daft Punk og MGMT svo fátt sé nefnt.

Skrifaðu ummæli