GLOWIE ER KOMIN Í HÚSIÐ

0

glowie

Fyrir stuttu sendi tónlistarkonan Glowie frá sér smellinn „No Lie“ en nú á dögunum kom út frábært remix af laginu. Það eru Haukur Sindri og Kristján Karl sem eiga heiðurinn af mixinu en þeir skipa dúóið Aquariion.

Drengirnir hafa verið að senda frá sér skemmtileg remix að undanförnu en þeir hafa meðal annars tekið fyrir lög með tónlistarmönnunum Friðrik Dór og poppgoðinu sjálfu Justin Bieber.

aq

Hér er „No Lie“ komið í einskonar „hús tónlistarbúning“ en sú stefna er að tröllríða heiminum um þessar mundir. Það er ekkert annað í stöðinni en að ýta á play og njóta gott fólk!

Comments are closed.