GLOW OG LILY OF THE VALLEY Á LOFT 7. APRÍL

0

Glow

Það verður magnað stuð á skemmtistaðnum Loft annað kvöld þegar hljómsveitirnar Glow og Lily Of The Valley blása til tónleika.

Glow er nýlegt duo frá Reykjavík sem samanstendur af Bjarna Frey og Sylvíu Björgvinsdóttur en þau hafa verið að vinna saman síðan sumarið 2015. Glow er þessa dagana að vinna að sinni fyrstu plötu í fullri lengd og til stendur að hún verði tilbúin í byrjun sumars og heitir hún Unity. Tónlist Glow er danstónlist undir áhrifum af House, Deep House og Electro Senuni. Tilgangur tónlistar þeirra er að skapa jákvæða strauma og fá fólk til að dansa þannig það er um að gera að láta þessa tónleika ekki fram hjá sér fara sérstaklega þar sem Glow eru þekkt fyrir að koma fólki í gott skap og hrista af sér stressið.

lily of the valley

Lily of the Valley eru að hita sig upp fyrir sjóðandi sumar um þessar mundir. Hljómsveitin heldur í tónleikaferðalag um bretlandseyjar í maí og spilar svo á Secret Solstice í Júní. Bandið gaf út sína fyrstu hljómplötu í október og hlaut hún mikið lof gagnrýnanda.

Aðgangur er ókeypis og hefjast tónleikarnir kl 21.00

Comments are closed.