GLÆSILEGT MYNDBAND TEKIÐ UPP Á EINUM SÓLARHRING

0

knife-fights

Hljómsveitin Knife Fights sendir frá sér magnað myndband og lag sem nefnist „Tails.“ Lagið er tekið af nýjustu plötu sveitarinnar I Am Neither A Whole Nor A Half Man og er hún nú fáanleg á Bandcamp og Soundcloud. Einnig hyggst sveitin gefa plötuna út á CD.

kf_gig_12okt_web

Hugmyndin að myndbandinu er sáraeinföld en ákveðið var að taka aðeins einn sólarhring í tökur og eftirvinnslu. Helgi Pétur Hannesson, trommari Knife Fights (einnig í Morðingjunum, Puffin Island o.fl.) klippti myndbandið og sá um leikstjórn á meðan Sigurður Angantýsson, söngvari og lagahöfundur Knife Fights er í raun viðfangsefnið.

Hér er á ferðinni frábært lag og myndband en sveitin blæs til heljarinnar útgáfutónleika á Gauknum 12. Október næstkomandi.

 

Comments are closed.