GKR SENDIR FRÁ SÉR PLÖTU Í MORGUNKORNSKASSA

0

gkr

Í dag sendir tónlistarmaðurinn GKR frá sér glænýja plötu en hún kemur í sérstökum morgunkorns kassa. GKR er einn vinsælasti rappari landsins en hann slóg rækilega í gegn með laginu „Morgunmatur.“ Umbúðirnar umtöluðu eru virkilega glæsilegar og er þetta í fyrsta skiptið sem plata er gefin út í formi morgunkorns (svo vitað er).

Lögin „Tala Um“ og „Þú Segir“ hafa ómað um eyru landsmanna að undanförnu og ekkert lát virðist vera á vinsældum kappans. Skellið þessu í græjurnar gott fólk og nælið ykkur svo í eitt stykki morgunkorn!

Hér fyrir neðan má hlýða á plötuna.

http://gkr.is

 

Comments are closed.