GJÖRSAMLEGA TRYLLTIR Í NÝJU LAGI OG MYNDBANDI

0

Rappsveitin XXX Rottwiler var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „KIM JONG-UN” Rapphundarnir eru í banastuði um þessar mundir og er umrætt lag algjörlega tryllt! Sveitin stígur á stokk á tónlistarhátíðinni Secret Solstice nú í Júní og spilar hún á undan íslandsvinunum í The Prodigy!

Myndband lagsins er einkar glæsilegt en þar bregða Bent og Erpur sér í allskonar hlutverk, semsagt stórskemmtilegt! Leikstjórn er í höndum Lúðvík Páls Lúðvíkssonar & Ágústs Bent en Aðstoðarleikstjóri er Halli Toll!

Skrifaðu ummæli