GÍTARLEIKARI GRAFÍK ÁSAMT MEÐLIMUM ENSÍMI, HIMBRIMI POLLAPÖNK OG MUGISON Á KEX 29. MAÍ

0

rúnar þórisson

Næstkomandi sunnudag, 29. Maí, mun Rúnar Þórisson ásamt hljómsveit leika á KEX Hostel en tónleikarnir hefjast kl 21.00 og er frítt inn. Með Rúnari leika að þessu sinni Arnar Þór Gíslason á trommur, Birkir Rafn Gíslason á gítar og Guðni Finnsson á bassa en þeir hafa einnig leikið með hljómsveitum eins og Ensími, Himbrimi, Pollapönk og Mugison.

rúnar þórussin 2

Rúnar sem sjálfur hefur spilað lengi með hljómsveitinni GRAFÍK hefur gefið út fjórar sólóplötur og munu lög af þeim hljóma á tónleikunum. Plöturnar eiga það sammerkt að hafa fengið mjög góða dóma og sú nýjasta Ólundadýr ratað á nokkra lista yfir bestu plötur ársins 2015.

Rúnar hefur síðustu misseri verið mjög iðinn við að spila á tónleikum og tónlistarhátíðum, svo sem Iceland Airwaves, Aldrei fór ég suður, Secret Solstice o.fl.

Hér má sjá myndband af laginu „Rís Upp“ af plötunni Ólundardýr.

Comments are closed.