GÍSLI ÞÓR ÓLAFSSON GEFUR ÚT NÝTT LAG OG PLATA VÆNTANLEG

0
IMG_0338

Væntanleg er ný plata með Gísla Þór Ólafssyni. Hann hefur áður gefið út tvær sólóplötur, Bláar raddir (2013) og Næturgárun (Gillon, 2012), auk fimm ljóðabóka. Meðfylgjandi er lagið Grasrót af væntanlegri plötu sem ber nafnið „Ýlfur.“ Hún var tekin upp í Stúdíó Benmen af Sigfúsi Arnari Benediktssyni. Fyrirhugað er að platan komi út um miðjan mánuðinn.

Gísli Þór er einnig bassaleikari í hljómsveitinni Contalgen Funeral.
Myndina á umslag gerði Auður Eyleif Einarsdóttir.

Comments are closed.