GÍMALDIN SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „SONAT FYRIR SISSA“

0

10314575_647046365369066_347962650597748175_n

Gímaldin er tónlistarmaður sem hefur komið víða við og hefur verið talsvert lengi að. Kappinn á rætur sínar að rekja til Reggí tónlistar en sökti sér svo í metalinn. Gímaldin var að senda frá sér nýtt lag sem nefnist því skemmtilega nafni „Sonat Fyrir Sissa“. Lagið er af plötunni Kinly Related Metal-Reggaes sem er svona on going plata.

Hvað er on going plata?

„Upprunalega hugmyndin var einhverskonar plata sem líklega væri ómögulegt að gefa út í venjulegri útgáfu T.D. cd, vinyl eða kassettu. Þaðan, og útfrá landlægum hugmyndum um að efni sem aðeins er aðgengilegt á netinu sé síðra, kom svo hugmyndin um að vinna eftir einhverskonar dogma sem takmarkaði vinnsluaðferðina og hráefnið við „heimastúdíó“. Það er, ekkert má nota sem ekki er hægt að vinna í tölvu í litlu herbergi í fjölbýlishúsi. Dæmi um það er að bannað er að nota mæk upptökur úr magnara, öll gítarsánd koma hrein úr pedölum og multieffektum eða „magnarafílingur“ stældur með bartilgerðum hermum. Svo er auðvitað nauðsynlegt að fara ekki eftir dogmanu og það eru örfáar undantekningar á magnarabanninu. Trommur eru forritaðar og allur læf ásláttur harðbannaður. íþeoríunni er bannað að handspila synta og keyboard en brotið á því eftir þörfum. Bassann má taka í gegnum outboard preamp en cabinet er bannað, sem er að vísu ekki óalgengt“. – Gímaldin

Comments are closed.