GILLON SENDIR FRÁ SÉR NÝTT LAG SEM NEFNIST „GLAÐUR Í SÓL“

0
gillon-3449

Ljósmynd: Hjalti Árna

 Gillon (Gísli Þór Ólafsson) vinnur nú að sinni fjórðu sólóplötu sem er væntanleg í byrjun næsta árs. Áður hafa komið út plöturnar Næturgárun (2012), Bláar raddir (2013) og Ýlfur (2014), en tvær síðarnefndu komu út undir fullu nafni höfundar. Á árunum 2006 – 2010 gaf Gísli út 5 ljóðabækur.
Nýja platan er tekin upp í Stúdíó Benmen á Sauðárkróki og er upptökustjórn í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar. Hann tók upp allar fyrrnefndu plöturnar, en hann er einnig félagi Gísla í hljómsveitinni Contalgen Funeral.
Lagið Blindaður af ást er af fyrstu plötu höfundar, Næturgárun:

Nýja platan, sem mun bera heitið „Gillon,“ inniheldur 8 lög og er „Glaður Í Sól“ eitt af þessum lögum og verður platan væntanleg til útgáfu í byrjun næsta árs.

Comments are closed.