GHETTÓIÐ LJÁIR DÝRA RÖDD SÍNA

0

Rapparinn Dýri var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem ber heitið, „111.“ Lagið er tileinkað ghettóvikunni sem er haldin árleg í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.

„Lagið fjallar eingöngu um 111 (efra Breiðholt), en ég tek samt nokkur skot á aðra framhaldsskóla í laginu.“ – Dýri

Dýri skrifaði allan textann sjálfur og vitnar í lagið, „Velkominn Í Ghettóið“ sem hann sendi frá sér fyrir ári síðan og var það líka gert fyrir ghettóvikuna.

Beneboi$ mixuðu og masteruðu lagið og tóku einnig upp myndbandið sjálft. Einnig er hægt að nálgast lagið á spotify.

Skrifaðu ummæli