GHANA, KEFLAVÍK OG HEIMSYFIRRÁÐ EN TÝNT MYNDBAND

0

Stefnan var sett á heimsyfirráð

Árið 2005 var útvarpsþátturinn Capone afar vinsæll en útvarpsmaðurinn knái Andri Freyr Viðarsson og kollegi hanns Búi Bendtsen stýrðu honum af stakri snilld! Kapparnir voru afar uppátækjasamir og komust þeir á snoðir um margt mjög skemmtilegt!

Capone bræður: Andri Freyr Viðarsson og Búi Bendtsen.

fjórir ungir menn frá Ghana fluttu til keflavíkur og settu þeir sér eitt markmið, að verða heimsfrægar rappstjörnur! Rappararnir gengu undir hinum ýmsu nöfnum og má þar helst nefna The Kid, Cop Killer, Rook, African Child og Eddie Boy en saman mynduðu þeir hljómsveitina Black Star.

The Kid, Cop Killer, Rook, African Child og Eddie Boy.

Ráðist var í myndbandsgerð við lagið „Party Time“ en einhverra hluta vegna leit það aldrei dagsins ljós fyrr en nú, tólf árum seinna! Matthísa Kristinsson hjá Heroin Productions á heiðurinn af myndbandinu en það er mikil snilld!

Við látum lag og myndband tala sínu máli!

Skrifaðu ummæli