GERIR ÞAÐ GOTT Í RAPPHEIMINUM Í LOS ANGELES

0

Tónlistarmaðurinn El Lobo eða Úlfur Kolka eins og hann heitir réttu nafni hefur komið víða við í gegnum tíðina en fyrir stuttu kom út lag með honum og Natia sem ber heitið „Optimism” Úlfur flutti til Inglewood í Los Angeles og hefur síðan þá einbeitt sér að því að semja takta fyrir aðra.

Ég hef að mestu verið að vinna með röppurum hérna í Inglewood og þá mest með Natia (stundum kallaður Natia The God). Við höfum verið að vinna saman í hátt í 4 ár núna og erum aðeins byrjaðir að sjá árangur erfiðisins.

Platan 10k Hours, kom út síðastliðið sumar á vegum POW Recordings, plötusamninginn fékk hann eftir að Earl Sweatshirt úr Odd Future póstaði lagi á Twitter sem við gerðum. Lagið ber heitið „The Wrong Way” og er vinsælasta lagið sem þeir hafa sent frá sér hingað.

Lögin á plötunni hafa fengið spilun t.d í útvarpsþætti Run The Jewels á Beats 1 Radio og hefur platan fengið umfjöllun t.d hjá t.d Noisey, XXL Magazine og 2 Dope Boyz auk þess sem LA Weekly valdi Natia sem einn af tíu bestu listamönnum frá Los Angeles til að fylgjast með 2017. Þá valdi streymiveitan TIDAL, sem er í eigu Jay-Z, Beyoncé, Rihanna o.fl., hann sem Rising Artist of the Week í sömu viku og platan kom út.

Hægt er að hlusta á plötuna í heild sinni á Spotify:

Skrifaðu ummæli