GERIR ÞAÐ GOTT Á ÍSLANDI, SVÍÞJÓÐ OG Í NOREGI

0

sindri

Tónlistarmaðurinn Sindri Freyr var að senda frá sér sína fyrstu EP plötu en hún ber heitið Way I’m Feeling. Platan inniheldur fjögur lög ásamt svokölluðu bónustrakki en gripurinn hefur verið að fá frábærar viðtökur hér á landi en einnig í Svíþjóð og í Noregi.

sindri-2

Platan er komin með yfir 200.000 spilanir á Spotify á innan við þrem vikum sem telst afar góður árangur! Kappinn kemur í fyrsta skipti fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í ár en í kvöld (fimmtudag) kemur hann fram á The Laundromat Café kl.17:00 og á laugardaginn á American Bar kl.19:00.

Hægt að versla plötuna í Lucky Records á Rauðarárstíg. 10 í Reykjavík.

sindrifreyrmusic.com

Comments are closed.