„GERI TAKTANA SJÁLFUR OG SKRIFA TEXTANA SJÁLFUR”

0

Rapparinn Nvre$t eða Pétur Trausti Friðbjörnsson eins og hann heitir réttu nafni sendi fyrir skömmu frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem ber heitið „Cold.” Lagið er tekið af nýútkominni plötu kappans, Fall. Pétur er 19 ára og er frá Grenivík en hann flutti til Akureyrar þegar hann var 11 ára!

„Ég geri taktana mína sjálfur og skrifa textana einnig sjálfur. Ég ákvað fyrir tveimur árum að vinna í plötu og er hún loksins komin út.“

Myndbandið á að vera mjög „raw“ og „emotional,“ en það er gert í samstarfi við Axel úr Pedro myndum og bróður Péturs.

Hér fyrir neðan má hlýða á plötuna Fall í heild sinni.

Skrifaðu ummæli